Flytjendur:
Sigrún Eðvaldsdóttir hóf fiðlunám 5 ára gömul hjá Gígju Jóhannsdóttur en lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1984 undir handleiðslu Guðnýjar Guðmundsdóttur og lauk bakkalárprófi frá Curtis tónlistarháskólanum í Philadelphiu 1988.
Hún stofnanaði og var 1. fiðluleikari Miami-strengjakvartettsins frá 1988-1990 og var gestaleiðari hjá konunglegu dönsku óperunni í Kaupmannahöfn um skeið 2012-2013.
Hún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra fiðlukeppna; varð í öðru sæti í Leopold Mozart keppninni árið 1987, hlaut bronsverðlaun í Síbelíusar-keppninni árið 1990 og önnur verðlaun í Carl Flesch keppninni árið 1992. Sama ár hlaut hún bjartsýnisverðlaun Brøste. Hennar er getið sem eins af áhugaverðustu fiðluleikurum framtíðarinnar í bók Henry Roth: Violin Virtuosos from Paganini to the 21st Century.
Hún hefur gegnt stöðu 1. konsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 1998 og margoft komið fram sem einleikari með hljómsveitinni. Árið 1998 var Sigrún sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir störf sín á sviði tónlistar.
https://www.sinfonia.is/hljomsveitin/hljodfaeraleikarar/hljodfaeraleikarar/persona/2/fyrirtaeki/1
Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík1959 og hóf gítarnám í Svíþjóð. Hann lærði síðan í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni og stundaði framhaldsnám í Englandi og á Spáni. Hann vann fyrstu verðlaun í XXI alþjóðlegu „Fernando Sor“ gítarkeppninni í Róm 1992 og hélt sama ár einleikstónleika á Listahátíð í Reykjavík. Hann hefur margoft komið fram á Íslandi og haldið tónleika í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Arnaldur er aðstoðarskólastjóri Luthier Tónlistar- og dansskólans í Barcelona þar sem hann kennir jafnframt gítarleik.
https://www.ismus.is/i/person/id-1006114
Einar Jóhannesson (f. 1950) lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969; stundaði nám við Barnamúsíkskólann í Reykjavík og klarinettnám hjá Jóni G. Þórarinssyni í Miðbæjarbarnaskólanum 1959-1963; lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1969; lauk einleikaraprófi frá The Royal College of Music í London, Englandi 1972; stundaði viðbótarnám við The Royal College of Music 1972-1973 og sótti Alþjóðlega sumarskólann í Nice, Frakklandi 1979.
Starfsferill: Lék í The Academy of the BBC í Bristol, Englandi 1973; The Allegro Ensemble í London 1973-1977; The Ulster Orchestra í Belfast, Norður-Írlandi 1974-1975; lausráðinn klarinettleikari í Englandi 1976-1979; lék í Orchestre de Chambre de Paris, Frakklandi sumarið 1979; hefur verið klarinettleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1979; var klarinettkennari í Hill House International School í Knightsbridge, London 1976-1979; kennari og einleikari á Les Arcs tónlistarhátíðinni í Frakklandi 1978; klarinettkennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1980-1998 og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1980-1995; kennari og einleikari á alþjóðlegu tónlistarhátíðinni í Horto í Grikklandi 1990 og 1991; félagi í Blásarakvintett Reykjavíkur frá 1980; Músíkhópnum í Reykjavík 1980; Norræna kvartettinum 1986-1988; Tríó Borealis frá 1991; kammerhópnum Ými 1992 og með Kammersveit Reykjavíkur um árabil, frá 1995 u.þ.b.
https://www.ismus.is/i/person/id-1005586
Michael Kaulartz, fyrsti fagottleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fæddist í Þýskalandi árið 1989. Hann fór í fyrsta fagotttímann sinn átta ára gamall og lék með kammerhljómsveit í fyrsta sinn eftir aðeins þriggja vikna nám. Hann hélt áfram námi hjá Ole Kristian Dahl í Mannheim og lék meðfram námi með óperuhljómsveitunum í Kaiserslautern og Mainz, útvarpshljómsveit Bæjaralands, og sinfóníuhljómsveitunum í Álaborg og Árósum.
Kaulartz hélt áfram námi í Kaupmannahöfn hjá Audun Halvorsen og lék í eitt ár með Dönsku þjóðarhljómsveitinni áður en hann var ráðinn til Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann er einnig eftirsóttur gestaleiðari með hljómsveitum víða um heim, m.a. með Fílharmóníuhljómsveit Lundúna, NDR-sinfóníunni í Hamborg, Ulster-hljómsveitinni í Belfast og Birmingham-sinfóníunni.
https://www.sinfonia.is/tonleikar-og-midasala/listamenn/michael-kaulartz
Jane Ade Sutarjo fæddist í Jakarta í Indónesíu árið 1989. Hún hóf tónlistarnám ung að aldri, fyrst á píano og síðar á fiðlu. Píanónámið hóf hún hjá móður sinni, Marthalenu Sugito en hlaut siðan kennslu hjá Vanda Tiodang og Fabiola Chianiago. Fiðlunám stundaði Jane hjá Grace Sudargo og Sharon Eng þar til hún flutti til Íslands haustið 2008. Jane er fyrsti einstaklingurinn sem hefur lokið einleikaranámi á bæði fiðlu og píano frá Listaháskóla Íslands. Á fiðlu lærði hún hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og á píano hjá Nínu Margréti Grímsdóttur og seinna hjá Peter Máté.
Síðan Jane kom til Íslands hefur hún verið virkur þátttakandi í íslensku tónlistarlífi. Hún hefur komið víða fram bæði sem kammertónlistarmaður og sem einleikari, má þar til dæmis nefna að hún lék einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2011 og árið 2014 hélt hún debut tónleika sína í Salnum í Kópavogi. Hún hefur tekið þátt í píanókeppnum bæði hér á Íslandi og erlendis. Hún vann 1. Sæti í 5. EPTA píanó kepninni á Íslandi árið 2012.
Eftir að hún útskrifaðist frá LHÍ árið 2012 hefur hún kennt á píano við Tónlistarskóla Árnesinga og Tónlistarskólan í Grafarvogi, og auk þess að starfa sem meðleikari.
Um þessar mundir stundar Jane nám við Norges Musikkhogskole undir leiðsögn Jens Harald Bratlie.
http://www.musicfest.is/jane-sutario/