Blásarakvartett Reykjavíkur var stofnaður árið 1981 og skipuðu hann þeir Bernharður Wilkinson flauta, Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson klarinett, Hafsteinn Guðmundsson fagott og Jósef Ognibene horn.  Þeir voru allir fastráðnir hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nú (1914) er Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari kvintettsins og Darri Mikaelsson fagottleikari. Á tónleikunum í febrúar 1914  leikur Blásarakvintett Reykjavíkur fyrir félaga Kammermúsíkklúbbsins í 7. sinn síðan 1983.

Blásarakvintettinn hefur leikið við góðan orðstír jafnt heima og erlendis. Efnisskrá hans spannar tónlist frá fyrri hluta klassíska tímabilsins til nútímans, auk vinsælla verka sem byggð eru á íslenskri þjóðlagahefð. Hljóðritanir kvintettsins fyrir Chandos hafa fengið jákvæða gagnrýni í ýmsum vitum tónlistartímaritum eins og Gramophone og Penguin Guides to Classical CD´s.