Una Sveinbjarnardóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og Konzertexamen-gráðu frá Universität der Künste Berlin þar sem kennarar hennar voru Thomas Brandis og Alban Berg strengjakvartettinn. Um árabil lék hún með hljómsveitum í Þýskalandi og víðar. Una er konsertmeistara Kammersveitar Reykjavíkur og 3. konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur frumflutt mörg verk íslenskra og erlendra tónskálda á Íslandi og með S.Í. verið einleikari í fiðlukonsert Beethovens, Sjostakóvitsj nr. 1, Philips Glass nr. 1, Atla Heimis, Páls Ragnars Pálssonar og Þuríðar Jónsdóttur. Una er meðal stofnenda strokkvartettsins Sigga. Sem tónskáld hefur hún unnið m.a. með Björku, Jóhanni Jóhannssyni og Atla Heimi. Una semur fyrir kvikmyndir og leikhús. Meðal verka hennar eru Opacity (2014) og Lullaby (2016), Gátt (2027), Missir og El Desnudo (2018). Einleiksverk hennar má heyra á hlljómplötunni Umleikis (2014) og Opacity á fyrstu plötu strokkvartettsins Sigga South of the Circle (2019). Strokkvartettinn Siggi hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2019. SSt tók saman af Netinu
Úlfar Ingi Haraldsson (f. 1966) byrjarð ferilinn á norðurlandinu í kringum 1979 og hélt síðan áfram tónlistarmenntun á 9. áratugnum. Hann fór út til Kaliforníuháskóla (UCSD) 1992 og lauk þaðan doktorsprófi árið 2000. Á undanförnum árum hefur hann unnið sem tónskáld, bassaleikari og stjórnandi ásamt því að kenna við hina ýmsu tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Verk hans hafa verið flutt bæði á Íslandi og alþjóðlega, á margvíslegum tónleikum og tónlistarhátíðum með fjölbreyttum hópi flytjenda. Úlfar Ingi