S. Rakhmaninov

1. Til sorgar minnar sem ég tók ástfóstri við (Poljubila ja na pechal' svoju -- op. 8, nr. 4)

Til sorgar minnar sem ég tók ástfóstri við,
míns vesalings litla munaðarleysingja.
Þau urðu örlög mín.
Valdamiklir menn aðskildu okkur…
þeir tóku hann frá mér í herinn…
Hermannskona, einmana sál,
ég verð sennilega gömul í húsi ókunnugs manns.
Það verða örlög mín.
      Rússnesk þýðing A.N. Pleshcheyev á úkrainsku kvæði T.H. Shevchenko.

2.  Hve friðsælt (Zdes' khorosho -- op. 21, nr. 7)

Hver friðsælt er hér.
Sjáðu! Í fjarlægð
blikar áin eins og eldur.
Akrarnir eru marglitir eins og ábreiða.
Skýin eru skjannahvít.

Hér er enginn.
Þögnin ríkir.
Ég er aleinn með Drottni,
blómunum, gömlu furutrjánum
og þér, yndi drauma minna!
      G.A. Galina (1873-1942)

3. Draumur (Son - op. 8 nr. 5)

Einu sinni átti ég fagurt föðurland
Eikin varð þar svo há
og fjólurnar kinkuðu blíðlega kolli.
Það var draumur.

Þar var ég kysstur á þýsku og talað til mín á þýsku
(menn trúa því varla hve vel þau hljómuðu)
orðin: „Ég elska þig!“
Það var draumur.

Þýðing A.N. Plescheyev (1825-1893) á kvæði Heinrichs Heine (1797-1856): Ich hatte einst ein schönes Vaterland

4. Ekki syngja, mín fagra, fyrir mig (Ne poj, krasavica, pri mne -- op. 4, nr. 4)

Ekki syngja, mín fagra, fyrir mig
þína angurværu söngva um Georgíu;
þeir minna mig
á liðna tíma og fjarlægar strendur.

Æ, þeir minna mig,
þínir meðaumkunarlausu söngvar,
á gresjuna, nóttina og tungli lýst
andlit fátækrar, fjarlægar stúlku!

Sú fagra og örlögríka sýn
hvefur mér þegar þú birtist;
en þú syngur, og fyrir augum mér
kemur hún fram á ný.
    A.S. Pushkin (1799-1837)

5. Á þögulli, leyndardómsfullri nótt (V molchan'ji nochi tajnoj - op. 4, nr. 3)

Á þögulli, leyndardómsfullri nótt,
tælandi hjal þitt, bros og augnaráð,
snögg augnatillit þín, lokkar af þykku hárinu
líkt og silki milli fingra þinna --
ég mun lengi reyna að gleyma þessum myndum
til þess eins að kalla þær aftur fram;

ég mun hvíslandi endurtaka og umorða
það sem ég sagði við þig, klaufaleg orð,
og ölvaður af ást, og gegn allri skynsemi,
mun ég vakna í myrkri nætur við hjartfólgið nafn.
      A.A. Fet (1820-1892)