P. Tchaikovsky
1. Það var snemma um vor (To bylo ranneju vesnoj -- op. 38, nr. 2)
Það var snemma um vor,
grasið var að byrja að gróa,
vorflóð í ánni, milt í veðri;
trén voru að grænka;
það var snemma morguns,
flauta smalans var ennþá þögul,
döggin sat enn
á barri trjánna.
Það var snemma um vor,
og í skugga birkitrjánna
vorum við og þú leist undan
með ofurlitlu brosi…
Þú svaraðir ástarorðum mínum
með því að líta undan…
Ó, líf! Ó, skógar! Ó, sólskin!
Ó, æska! Ó, vonir!
Ég grét og horfði
í blíðlegt andlit þitt.
Það var snemma um vor
í skuggum birkitrjánna!
Það var á morgni ævi okkar!
Ó, hamingja! Ó, tár!
Ó, skógar! Ó, líf! Ó, sólskin!
Ó, ferski ilmur birkitrjánna!
A.K. Tolstoy, greifi
2. Aðeins sá sem þekkir þrá (Niet, tolko tot, kto znal - op. 6, nr. 6)
Aðeins sá sem þekkir þrá
skilur hvað ég þjáist!
Einn og skilinn frá
sérhverri gleði,
horfi ég á himinfestinguna
frá öllum hliðum.
Ó! Sú sem þekkir mig og elskar
er langt í burtu.
Mig sundlar, og ég brenn
Innra með mér.
Aðeins sá sem þekkir þrá
skilur hvað ég þjáist!
Rússnesk þýðing á Goethe: Nur wer die Sehnsucht kennt.
3. Hvort sem dagur rennur (Den' li carit -- op 47)
Hvort sem dagur rennur eða nóttin ríkir,
hvort sem í draumi eða vöku,
hvert sem ég fer, kemst aðeins eitt að
í huga mínum:
Aðeins þú!
Horfnar eru sorgirnar sem kvöldu mig,
ástin ein ríkir í hjarta mínu!
Hugrekki, von og eilíf tryggð -
allt hið góða er runnið saman við sál mína,
allt sem er göfgt - allt vegna þín!
Hvort sem dagar ævi minnar líða í gleði eða sorg,
hvort sem ævi mín endar fyrr eða seinna,
þá veit ég að enda þótt dauðinn sæki mig
er allt sem ég geri, allt sem ég má vera þakklátur fyrir,
það er allt frá þér komið!
A.N. Apukhtin, eftir Heine.