Shostakovich: Spænskir söngvar op. 100
1. Ég kveð þig, Granada! (Proshchaj, Grenada!)
Ég kveð þig, Granada, Granada,
kveð þig að eilífu!
kveð þig, elskaða land, eftirlæti augna minna,
kveð þig endanlega! Æ!
Minningin um þig verður mín eina gleði,
mitt elskaða föðurland!
Héðan í frá verður hjarta mitt fyllt af sorg.
Allt er horfið sem var nær hjarta mínu.
Ást mín er horfin í grafarmyrkur
og líf mitt er líka horfið! Æ!
Nú virðist allt svo andstyggilegt,
minn fyrri lífsvilji varð eftir
þar sem æska mín var svo björt!
S. Bolotin, eftir spænsku þjóðkvæði.
2. Smástirni (Zvjozdochki)
Undir gömlu kýprustrjánum
glitrar á vatnið við ströndina.
Ég kem með gítarinn minn
til að kenna ástinni minni söngva.
En kennslan verður ekki án endurgjalds:
Ég vil fá koss fyrir hverja nótu …
Undarlegt - þegar morgnar man hún
allt annað en nóturnar!
því miður er of seint að byrja aftur.
því miður er þegar orðið bjart.
því miður tindra stjörnurnar ekki lengur
yfir flóanum í dagsbirtunni …
Himinhvelið er þakið stjörnum,
hlýtt lágnættið er stjörnum fyllt.
Ég kenni ástinni minni nöfn
þessarra óteljandi stjarna.
Ég sel kunnáttu minna ekki ódýrt
og tek koss fyrir hvert nafn.
Undarlegt hve fljót hún er að læra
allt annað er stjörnurnar!
T. Sikorsky, eftir spænsku þjóðkvæði.
3. Okkar fyrsti fundur (Pervaja vstrecha)
Þú gafst mér vatn úr ánni,
ferskt vatn og kalt
eins og snjórinn í giljum blárra fjalla.
Augu þín voru dekkri en nóttin,
fléttur þínar ilmuðu af blómum.
Sjáðu, hringdansinn er byrjaður aftur!
Það hvín í bjöllutrommunni, hún klingir og syngur.
Dansararnir koma hver með sinn dansfélaga,
fólkið horfir á þá með aðdáun.
Dryndu, trumba mín, dryndu eins og þruma!
Ástin mín og ég dönsum saman.
Slaufan hennar er blárri en himinninn.
Dryndu, trumba mín, dryndu!
Aldrei gleymi ég þessum fyrsta fundi:
Blíðleg orð þín og mjúka arma
og tindrandi svört augu.
Á þeirri stundu vissi ég
að ég mundi elska þig, og þú mig, til eilífðar.
S. Borotin, eftir spænsku þjóðkvæði.
4. Ronda (Ronda)
Á götunni er stiginn glaður dans,
Nú er rétti tíminn til að skemmta sér.
Komdu strax - dansaðu við mig
blóðrauða nellikkan mín.
Í þögnu mánaskini heyrist niður árinnar.
Réttu mér höndina, litla stúlka,
blóðrauða nellikkan mín!
*
Blóðrauða nellikkan mín,
göturnar eru orðnar að upplýstum garði,
gamanorð heyrast, augun skína,
Ronda þyrlast um syngjandi.
Silfurgeislum stafar frá stjörnufylltum himni.
Hjón stíga dansinn ákaft.
þetta er gleðihátíð fyrstu blóma vorsins,
hátíð ástar okkar.
Í glugganum leika skuggar möndlutrjánna
í mánaskininu.
Hvenær kemur þú út til mín,
fínlega vorblómið mitt?
Gríptu sprota af grein möndlutrésins
og gefðu mér það sem tákn ástar þinnar,
fíngerða vorblómið mitt!
T. Sikorsky, eftir spænsku þjóðkvæði.
5. Svört augu (Chernookaja)
Frá móður þinni hefur þú augu eins og stjörnur,
og fagurlitar kinnar,
ástin mín!
Með sorg í hjarta reika ég
seint um nótt án þín,
ástin mín!
Ó, hví léku örlögin mig svona?
Ó, hví létu þau okkur hittast?
Ég dey úr vonlausri ást
ef þér stendur á sama um mig,
ástin mín!
Þú ert hávaxin eins og móðir þín
og frá henni er hárið, svartgljáandi, hrokkið og úfið,
ástin mín!
Ég bölva illum örlögum mínum,
þjáningu minni og hjartakvöl,
ástin mín!
Ó, hvers vegna gaf móðir þín
þér slíka fegurð til að kvelja mig.
Ég dey úr vonlausri ást
ef þér stendur á sama um mig,
ástin mín!
T. Sikorsky, eftir spænsku þjóðkvæði
6. Draumur (Son)
Mig dreymdi í dulrænum svefni:
Ég var í fiskibáti
á úfnu, stormbörðu hafi,
áralaus - ég fleygði þeim útbyrðis…
Öldurnar freyddu ógnandi -þær vildu sökkva bátnum.
En, djarflega sigldi ég áfram gegnum myrkrið
um fjallháar öldur,
því í þessum fiskibát,
á ómælisdjúpu öldurótinu,
siglir þú líka, stolta kona,
siglir með mér,
og ég held þú elskir mig.
Ó, dúfan mín! Sjáðu nú
að með þér, í veikbyggðu kænunni sinni,
er veslingur minn, sem elskar þig svo heitt!
T. Sikorsky, eftir spænsku þjóðkvæði