Um efnisskrána.
Lítiđ er vitađ um ađdraganda ţess ađ Franz Schubert (1797-1828) samdi píanótríóiđ í B-dúr D 898. Ţó er taliđ ađ hann hafi lokiđ verkinu í nóvember 1827 og hafi ţá strax tekiđ til viđ ađ semja seinna tríóiđ D 929. Hálft ár var ţá liđiđ frá andláti Beethovens og međ ađdáun Schuberts á Beethoven í huga er nćrtćkt ađ geta sér ţess til ađ Schubert hafi viljađ reisa hinum liđna meistara minnisvarđa. En Beethoven hafđi einmitt ţróađ píanótríóiđ frá ţví ađ vera píanósónata međ strengjaundirleik (eins og t.d. hjá Haydn) yfir í form, ţar sem mun meira jafnrćđi er međ hljóđfćraleikurunum ţremur.
B-dúr tríó Schuberts er samiđ mjög í anda seinni tríóa Beethovens. Ţótt píanóiđ sé ađ sönnu áberandi ţá er hlutverk fiđlunnar og sellósins mjög afgerandi og sérstaklega ástćđa til ađ benda á hvernig Schubert skrifar fyrir sellóiđ, sem oft er tćknilega krefjandi og hefur jafnvel frumkvćđiđ eins og t.d. í öđru ađalstefi fyrsta kafla. Schubert virđist hafa veriđ sérstaklega innblásinn ţegar hann samdi B-dúr tríóiđ. Eins og viđ er ađ búast eru laglínur ţessa mikla söngvaskálds einstaklega fallegar í verkinu, ljóđrćnan og söngurinn er allsráđandi og litirnir í tónlistinni endalausir. Enda sennilega vinsćlasta kammerverk Schuberts ef Silungakvintettinn er undanskilinn.
Vafalítiđ hefur ţetta verk rutt brautina fyrir rómantíska píanótríóđ. Tríó Schumanns, Mendelssohns og seinna Brahms og Dvořáks eru greinilega sprottin úr sama jarđvegi enda hafđi Schumann lofađ verkiđ mjög í tímaritinu Neue Zeitschrift für Musik og sagt ţađ vera ljós á vegi tónskálda samtímans og framtíđarinnar.
Ţann 25. september nk. eru liđin 100 ár frá fćđingu Dmitris Shostakovich (1906-1975). Shostakovich hefur ávallt veriđ umdeildur og enn deila menn um áhrif hans á sögu tónlistarinnar. Nú á ţessu afmćlisári tónskáldsins rísa öldurnar hátt og er umrćđan heitari en nokkru sinni fyrr og deila menn jafnvel um gildi tónlistar hans, sem sumum ţykir grunn, klisjukennd og ofmetin. Flestir tónlistarunnendur eru ţó líklega ţeirrar skođunar ađ bestu verk Shostakovich séu snilldarverk sem aldrei muni falla í gleymsku. Undirritađur játar ţađ fúslega ađ hann tilheyrir seinni hópnum.
Píanótríóiđ op 67 er sannarlega eitt af bestu verkum tónskáldsins. Ţađ er samiđ áriđ 1944 og í minningu besta vinar Shostakovich, tónlistarfrćđingsins Ivans Sollertinskys (1902-1944). Sollertinsky hafđi lengi veriđ stođ og stytta tónskáldsins og ekki síst í ţeim erfiđleikum sem tónskáldiđ mátti ţola eftir frumflutning 8. sinfóníunnar 1943. Tríóiđ er ţví sorgaróđur um látinn vin en á verkinu eru einnig hliđar sem eru ekki augljósar á yfirborđinu. Eins og jafnan hjá Shostakovich er hiđ sam-mannlega megin viđfangsefniđ. Samúđin er međ fórnarlömbum stríđsins og ţeim sem ofsóttir eru og ţá sérstaklega Gyđingum sem nazistar útrýmdu kerfisbundiđ. Ţetta undirstrikar tónskáldiđ í verkinu eins og glöggt má heyra í lokakaflanum, sem inniheldur gyđingastef (og eitt ţeirra ţađ sama og í 8. strengjakvartettinum). Sumir hafa viljađ túlka ţann kafla sem lýsingu á ţví er nazistar neyddu Gyđinga til ađ dansa á eigin gröf fyrir aftöku ţeirra.
Annars talar tónlistin sínu máli ein og lýsingar eru óţarfar. Skilabođin eru ótvírćđ.
Valdemar Pálsson