Talið frá vinstri: Ingunn Hildur, Greta, Bryndís, Jónína Auður, Guðrún og Þórir.

Ingunn Hildur Hauksdóttir nam píanóleik hjá Kristínu Ólafsdóttur við Tónlistaskóla Hafnarfjarðar. Hún lauk píanókennara- og einleikaraprófi árið 1993 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og naut þar leiðsagnar Jónasar Ingimundarsonar. Ingunn hefur sótt einkatíma og námskeið erlendis, m.a. hjá Roger Vignoles, Dalton Baldwin, Nelita True, Gyorgy Sebök ofl. Hún kennir við Tónlistarskóla Kópavogs, Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og tekur reglulega virkan þátt í íslensku tónlistarlífi og hefur m.a. leikið með Camerartica, Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, komið fram í tónleikaröðinni 15:15 og tekið þátt í tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur. Ingunn er meðlimur í Notus-trio og leikur reglulega með Gretu Guðnadóttur fiðluleikara. (Ísmús 2012) Nú leikur hún í 4. sinn hjá Kammermúsíkklúbbnum síðan 2012.

Greta Guðnadóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, Mastersgráðu frá Manhattan School of Music í New York 1987 og doktorsprófi frá Florida State University í Flórídafylki 1995. Doktorsritgerð hennar er um fiðlutónverk eftir íslensk tónskáld. Greta hefur verið leiðari annarrar fiðludeildar SÍ síðan 1992 auk þess sem hún kennir lengra komnum nemendum í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hún hefur verið virk í flutningi kammertónlistar, leikið í ýmsum kvartettum og einnig með CAPUT-hópnum. Greta hefur mikinn áhuga á reiðhjólatúrum, fjalla- og eldamennsku. (www.sinfonia.is). Greta leikur nú í 17. sinn fyrir félaga Kammermúsíkklúbbsins síðan 1994.

Bryndís Björgvinsdóttir stundaði nám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og síðar við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem aðalkennari hennar var Gunnar Kvaran. Hún lauk þaðan einleikaraprófi og kennaraprófi árið 1987. Bryndís lauk BA gráðu frá Roosevelt University í Chicago árið 1991. Bryndís. Hún hefur verið fastráðinn sellóleikari við SÍinfóníuhljómsveit Íslands síðanfrá árinu 1991. Auk þess hefur Hún húnhefur jafnframt spilað í Íslensku óperunni, með Kammersveit Reykjavíkur og ýmsum kammerhópum þ.á. m “ Dísunum". Bryndís starfaði sem sellókennari við Tónmenntaskólann í Reykjavíkur á árunum l991-2003. (Vefur S.Í.). Bryndís hefur áður komið fram hjá Kammermúsíkklúbbnum sem nemandi Tónlistarskólans í janúar 1983.

Jónína Auður Hilmarsdóttir hóf fiðlunám níu ára gömul en skipti fimmtán ára yfir á víólu. Árið 1994  lauk hún námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem aðalkennari hennar var Ingvar Jónasson. Hún stundaði framhaldsnám 1994-1995 við Tónlistarháskólann í Brussel hjá Ervin Schiffer en fluttist svo til Amsterdam og hóf nám hjá Marjolein Dispa. Hún lauk B.A.- og kennaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Amsterdam árið 1999. Árið 2001 lauk hún svo mastersgráðu frá sama skóla með áherslu á einleik og kammertónlist. Einnig var hún gestanemi við Hochschule der Kűnste í Berlín frá 1999-2001 og sótti tíma hjá Hartmut Rohde og Hans Joachim Greiner. Hún hefur að auki sótt fjölda námskeiða, m.a. hjá Vladimir Mendelssohn á Festival Pablo Casals í Frakklandi, Thomas Riebl og Diemut Poppen. Hún hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarhópum innan lands sem utan, m.a. Nederlands Kammerorkest í Amsterdam, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput og Kammersveit Reykjavíkur.
 Jónína Auður er eftirsóttur kammermúsíkspilari og hefur m.a. komið fram á tónleikum með tónlistarhópnum Camerartica. Hún stofnaði Tríó Artis sem hún lék með frá 2002-2005. Hún var meðlimur í strengjaoktett Bjarkar Guðmundsdóttur og fór árið 2003 í tónleikaferðalag um Evrópu, Rússland, Japan og Norður-Ameríku. Árið 2004 kom Jónína Auður fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna ásamt Sif Tulinius 2. konsertmeistara Sinfóniuhljómsveitar Íslands í Sinfonia Concertante eftir Mozart.
    Frá 2002 hefur Jónína Auður starfað með Sinfóniuhljómsveit Íslands ásamt því að kenna. Jónína Auður var einn skipuleggjenda 33. alþjóðlegu víóluráðstefnunnar sem haldin var í Reykjavík árið 2005 og spilaði þar á fjölda tónleika. (Af vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2013). Jónína Auður kemur nú fram hjá Kammermúsíkklúbbnum í 5. sinn síðan 2004.

Guðrún Þórarinsdóttir lauk burtfararprófi á víólu við Tónlistarskólann á Akureyri 1981 og hóf síðan nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Þaðan útskrifaðist hún sem fiðlukennari 1983 og lauk einleikaraprófi á víólu ári síðar. Hún stundaði síðan framhaldsnám við Tónlistarháskólans í Aachen í Þýskalandi, auk þess sem hún kenndi á fiðlu og víólu við “Musikschule der Stadt Bonn”. Guðrún hefur leikið með hljómsveitum bæði erlendis og á Íslandi, auk þess að leika kammertónlist. Hún kenndi við Tónlistarskólann á Akureyri 1987-1997 og hefur spilað með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frá stofnun hennar. Hún er nú fastráðin við Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir við Tónlistarskóla Kópavogs. (Ísmús 2013). Guðrún leikur nú í 6. sinn fyrir Kammermúsíkklúbbinn síðan 1983.

Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og síðar Postgraduate Diploma frá the Royal Northern College of Music í Manchester. Eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku þar sem Þórir var lausráðinn við nokkrar helstu hljómsveitir beggja vegna Eyrarsunds flutti hann aftur til Íslands haustið 2000 og er nú fastráðinn við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann kennir einnig við Tónlistarskóla Kópavogs og er virkur bassaleikari, bæði sem einleikari og með kammersveitum.
  Þóri hafa verið tileinkuð einleiksverk fyrir kontrabassa og árið 2009 frumflutti hann konsertinn Ad Lucem fyrir kontrabassa og kammersveit sem Óliver Kentish samdi fyrir hann. (Ísmús 2011). Þórir hefur komið fram áður hjá Kammermúsíkklúbbnum tvisvar sinnum síðan 2012.