
Camerarctica f.v.: Bryndís, Marta, Hildigunnur, Sigurður, Svava, Guðrún
Camerarctica-kammerhópurinn var stofnaður 1992 og frá árinu 1998 hefur hann leikið 16 sinnum fyrir Kammermúsíkklúbbinn. Á tónleikunum 24. janúar 2016, sem eru hinir sautjándu á vegum klúbbsins, lýkur Camerarctica heildarflutningi á strengjakvartettum Bartóks; áður hefur hópurinn m.a. flutt alla kvartetta Schostakovich og kynnt barokk-tónlist eftir Zelenka o.fl. á nokkrum tónleikum.